Gasmengun mest í næsta nágrenni gossins

Gasmengun verður mest við upptökin í dag.
Gasmengun verður mest við upptökin í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæg breytileg átt og léttskýjað verður í dag og vindur að jafnaði undir 5 m/s á gosstöðvunum við Fagradalsfjall og gæti gasmengunin því verið að mestu leyti í nágrenni upptakanna.

Í nótt fer svo vindur vaxandi af suðaustri og þykknar upp, 8-13 m/s, og fer að snjóa seinni part nætur. Þá er viðbúið að gas muni finnast í Vogum og mögulega Reykjanesbæ, en loftblöndun ætti að vera góð og gildi því ekki mjög há.

Vindur verður hvassari um tíma fyrri partinn á morgun en lægir mikið seinni partinn með skúrum og slydduéljum. Gengur svo í norðaustan 8-13 m/s annað kvöld og þá má gera ráð fyrir að gas geti fundið sér leið til Grindavíkur.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert