Erlent

Fimm létust í ó­veðri á hæsta fjalli Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum í hlíðum Elbrus.
Frá björgunaraðgerðum í hlíðum Elbrus. Getty

Fimm manns eru látnir eftir að hafa lent í miklu óveðri þegar verið var að klífa fjallið Elbrus í Kákasusfjöllum. Fjallið er 5.642 metra hátt, í Rússlandi og hæsta fjall Evrópu.

Fólkið sem lést var hluti af nítján manna leiðangi, þar sem í voru fjórir fjallaleiðsögumenn. Var hópurinn í rúmlega fimm þúsund metra hæð þegar óveðrið skall á.

Erlendir fjölmiðlar segja að ein í hópnum, kona, hafi orðið veik á leiðinni upp og snúið til baka með einum fjallaleiðsögumannanna. Hún hafi látist á leiðinni niður.

Aðrir í hópnum héldu ferðinni hins vegar áfram og skall óveðrið á þegar hópurinn var aftur á leið niður af tindinum. Einn í hópnum hafði þá fótbrotnað sem var til þess að hópurinn komst hægar yfir en ella.

Tveir frusu í hel á leiðinni niður og tveir til viðbótar misstu meðvitund og létust þegar verið var að koma þeim niður af fjallinu.

Fjölmargir til viðbótar í hópnum dvelja nú á sjúkrahúsi vegna hrakfaranna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×