Segir móður Spears hafa hent honum út

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Hjónaband Birtney Spears og Jasons Alexanders var ógilt eftir 55 klukkustundir árið 2004. Fyrrverandi skilnaðarlögfræðingurinn Mark Goldberg segist hafa talað við Alexander eftir að honum var kastað út úr lífi Spears. 

„Jason bað um ráð. Hann var í uppnámi. Britney hringdi í hann og bað hann að koma til Las Vegas. Eins og ég man þetta var hún þarna með vinum og hún borgaði fargjaldið hans,“ sagði Goldberg í viðtali við Daily Mail. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig um málið. Á þessum tíma var Goldberg virtur skilnaðarlögfræðingur í Bandaríkjunum. 

Að sögn Goldbergs vildu hvorki Alexander né Spears ógildingu á hjónabandi sínu. Pappírarnir um ógildingu voru að sögn Goldbergs að frumkvæði móður Spears og umboðsmanns Spears. 

Goldberg segir að Alexander hafi hringt í sig í miklu uppnámi og sóst eftir ráðleggingum hans eftir að móðir Spears henti honum út af hótelsvítu í Las Vegas. „Það var móðirin sem skipti sér af öllu í lífi dóttur sinnar,“ sagði Goldberg. „Hún kom til Las Vegas, henti Jason út og keypti handa honum flugmiða.“

Í pappírunum sem þau Alexander og Spears skrifuðu undir kom fram að Spears skildi ekki hvað það þýddi fyrir hana að ganga í hjónaband. „Eins og ég man það var það hugmynd Britney að gifta sig. Hann sagði að þau hefðu hvorki verið að drekka né neyta fíkniefna, að minnsta kosti voru þau ekki drukkin,“ sagði Goldberg, sem lagði áherslu á að þau elskuðu hvort annað. 

Britney Spears á sviði.
Britney Spears á sviði. AFP

Eftir að Alexander og Spears giftu sig í Las Vegas fögnuðu þau uppi á hóteli með vinum. Morguninn eftir hringdu þau í móður Spears og þá varð allt vitlaust eins og Goldberg orðar það. „Hún kom til Las Vegas, henti Jason út og keypti handa honum flugmiða,“ sagði lögfræðingurinn. Goldberg útskýrði hvaða möguleikar væru í stöðunni. Hann taldi hins vegar að innst inni vonaðist Jason til þess að þau myndu enda saman. Þess vegna skrifaði hann undir ógildinguna. 

„Þetta var ekki mál móður hennar, en Britney var stjórnað og hefur verið stjórnað síðan hún var lítil stelpa. Hún lét undan móður sinni. Ég vorkenni stelpunni og ég vorkenni honum,“ sagði Goldberg, sem lagði áherslu á að það hefði verið hugmynd Britney að Alexander færi til Vegas. 

„En hún hefur verið undir harðstjórn foreldra sinna allt sitt líf, móður sinnar og svo föður síns sem hefur grætt svo mikið á henni. Það er engin ást, engin virðing. Það er ekkert þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson