Dómarinn grét eftir leikinn í París

Daniele Orsato ræðir við leikmenn París SG eftir leik.
Daniele Orsato ræðir við leikmenn París SG eftir leik. AFP/Odd Andersen

Ítalski knattspyrnudómarinn Daniele Orsato brast í grát eftir að hafa dæmt leik Parísar SG og Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Orsato, sem er 48 ára gamall, var að dæma sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á löngum og farsælum dómaraferli og báru tilfinningarnar hann ofurliði í leikslok.

Leiknum lauk með 1:0 sigri Dortmund og 2:0 samanlagt, sem þýðir að þýska liðið leikur til úrslita í fyrsta sinn í 11 ár.

Ferlinum hjá Orsato lýkur formlega eftir EM 2024 í Þýskalandi, sem fram fer í sumar, þar sem hann er á meðal dómara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert