Salmonella greinist í kjúklingabitum

Ljósmynd/Aðsend

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum SFC Boneless Bucket 650 g kjúklingabita en salmonella hefur greinst í vörunni.

Salmonella getur valdið niðurgangi, kviðverkjum, ógleði, hita og uppköstum.  

Vörumerki: SFC

Vöruheiti: Take Home Boneless Bucket – Crunchy golden pieces of tasty, succulent Chicken Crispy Strips, Dippers and Poppets coated in a Southern Fried Style coating.                        

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu að því er segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert