Ólympíufarinn snýr aftur í uppeldisfélagið

Brynjar Jökull Guðmundsson snýr aftur í Víking.
Brynjar Jökull Guðmundsson snýr aftur í Víking. Víkingur

Brynjar Jökull Guðmundsson hefur samið við handknattleiksdeild Víkings til næstu tveggja ára. Brynjar kemur til félagsins frá Vængjum Júpíters þar sem hann var einn markahæsti línumaðurinn í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. 

Brynjar hefur einnig leikið með Stjörnunni og Gróttu í úrvalsdeildinni. 

Brynjar var árum saman einn fremsti skíðamaður landsins í alpagreinum og fór á Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi árið 2014. 

Brynjar þekkir vel til Víkings þar sem hann er uppalinn þar og lék með meistaraflokk frá 2012-2013. 

„Það eru ávallt gleðitíðindi þegar leikmenn snúa heim í uppeldisfélagið sitt og okkur er sönn ánægja að tilkynna þennan góða liðsstyrk,“ segir félagið í tilkynningu um félagsskiptin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert