Tveimur sleppt úr haldi af sautján

Glæpagengi hafa verið við stjórnvölin í fátækustu hverfum Port-au-Prince.
Glæpagengi hafa verið við stjórnvölin í fátækustu hverfum Port-au-Prince. AFP

Tveimur trúboðum sem rænt var í síðasta mánuði af glæpagengi á Haítí hefur verið sleppt úr haldi og heilsast þeim vel. 

Þann 16. október var hópi Ameríkana rænt fyrir utan höfuðborg Haítí. Hópurinn samanstóð af trúboðum og skyldmennum þeirra. Voru þetta 16 Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður.

Trúboðarnir voru á leið frá munaðarleysingjahæli á svæði austur af höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, þegar þeim var rænt af glæpagengi sem þekkt er fyrir þjófnað og mannrán.

Sá yngsti 8 mánaða

Í mörg ár hafa glæpagengi stjórnað fátækustu hverfum Port-au-Prince. Síðustu mánuði hafa þau verið að stækka umráðasvæði sín.

Fólkið sem tekið var í gíslingu var bæði á fullorðins- og barnsaldri. Var yngsta barnið átta mánaða.

Ekki er vitað um aldur þeirra einstaklinga sem búið er að sleppa, eða ástæðu þess að þeim var sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert