Kjúklingalögreglan vann til verðlauna

Skjáskot úr tölvuleiknum Chicken Police.
Skjáskot úr tölvuleiknum Chicken Police. Grafík/The Wild Gentlemen/

Sögudrifni tölvuleikurinn Chicken Police - Paint It Red vann til verðlauna á Chainsaw Festival sem besti ævintýraleikur ársins 2021.

Mbl.is hefur áður fjallað um leikinn en hann er sögudrifinn samtalsleikur þar sem rannsóknarlögreglur með hanahöfuð taka að sér dularfullt mál og fylgja leikmenn eftir vísbendingum ásamt því að yfirheyra ýmsa aðila.

Leikurinn var gefinn út af The Wild Gentlemen og HandyGames og hefur fengið ágæta dóma og þá einna helst fyrir hlægilega fimmaurabrandara sem finna má innanleikjar ásamt undarlegrum persónum sem allar eru með dýrshöfuð og mannslíkama.

Leikinn er hægt að nálgast á Steam, Epic Games vefversluninni, Google Play, App Store, PlayStation versluninni sem og Xbox versluninni ásamt Nintendo leikjaveitunni fyrir Nintendo Switch tölvur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert