Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hinn svokallaði sveigjanleiki leikur mörg heimilin grátt“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar spyr hvers vegna al­menn­ing­ur þurfi einn að taka á sig kostn­að­inn af krón­unni. Hún seg­ir að „hinn svo­kall­aði sveigj­an­leiki“ leiki mörg heim­il­in grátt en á sama tíma hafi um 250 ís­lensk fyr­ir­tæki val­ið að yf­ir­gefa krón­una.

„Hinn svokallaði sveigjanleiki leikur mörg heimilin grátt“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar fjallaði um efnahagsmál og krónuna í ræðu á Alþingi í dag. Mynd: Eyþór Árnason

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að það sé pólitískt val að bjóða almenningi örgjaldmiðil sem valdi erfiðri stöðu heimilanna. 

„Ég spyr mig að því hvers vegna ekkert er gert til að ráðast að rót vandans sem er íslenska örmyntin sem sveiflast með þeim hætti að það framkallar nánast sjóveiki yfir þjóðina,“ sagði hún í pontu Alþingis en hún gerði efnahagsmál á Íslandi að umtalsefni undir liðnum störf þingsins í dag. 

Þorbjörg sagði að mikil verðbólga og örar vaxtahækkanir Seðlabankans hefðu þyngt róður heimilanna mjög. 

„Það er stutt síðan að meiri hluti nýrra lána var óverðtryggður en staðan í dag er að 86 prósent nýrra lána hjá bönkunum eru verðtryggð. Ríkisstjórnin talar um að þessi sveigjanleiki sé góður fyrir heimilin en fyrir fólk sem upplifir það nánast sem áhættufjárfestingu að ætla sér að eignast heimili er erfitt að taka undir,“ sagði hún. 

Kennir krónunni um háa vexti

Þorbjörg sagði að kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um íslenskt lágvaxtaskeið hefðu staðið í „heila fimm mánuði“. 

„Þá var komið að næstu bylgju hins svokallaða sveigjanleika. Verðbólgan er auðvitað veruleikinn víða um lönd núna og það er staðreynd að verðbólgan er víða hærri en hér á Íslandi, en vextirnir á Íslandi eru margfalt hærri en annars staðar. Ástæðan fyrir því er einföld og það er gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitískt val að bjóða almenningi örgjaldmiðil sem veldur þessari stöðu. Ég spyr mig að því hvers vegna ekkert er gert til að ráðast að rót vandans sem er íslenska örmyntin sem sveiflast með þeim hætti að það framkallar nánast sjóveiki yfir þjóðina.“

Fram kom í máli hennar að hún hefði fengið þær upplýsingar frá Seðlabankanum í lok árs að rúmur fjórðungur lántakenda hefðu þá verið með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. „Þetta eru þá þau heimili sem hafa tekið á sig raðhækkanir á vöxtum af fullum þunga. Við þennan hóp bætast svo um 4.500 heimili sem eru með lán sem koma til endurskoðunar á þessu ári. 

Hinn svokallaði sveigjanleiki leikur mörg heimilin grátt núna, en á sama tíma eru um 250 íslensk fyrirtæki sem hafa valið að yfirgefa krónuna og gera upp í öðrum gjaldmiðli til að geta rekið fyrirtæki sín á stöðugum grundvelli, laus við þessar sveiflur. Þessum fyrirtækjum fjölgar ár frá ári. Hin stóra pólitíska spurning hlýtur þess vegna að vera: Hvers vegna þarf almenningur einn að taka á sig kostnaðinn af krónunni?“ spurði hún að lokum. 

Verðtryggðu lánin geti „verið algjör lífsbjörg“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði um verðtryggð og óverðtryggð lán í óundirbúnum fyrirspurnatíma í fyrradag. Hann sagðist hafa verið talsmaður þess að fólk hefði frelsi til að velja á milli ólíkra kosta. „Það er tilfellið með verðtryggð lán að þau bjóða lántakandanum upp á minni mánaðarlega greiðslubyrði, sérstaklega þessi dæmigerðu verðtryggðu lán, sem getur verið algjör lífsbjörg fyrir þá sem hafa tekið óverðtryggt lán og eru núna að upplifa mikla hækkun á greiðslubyrðinni. 

Það er ástæðan fyrir því að við börðumst fyrir því, Sjálfstæðismenn á sínum tíma, að fella niður stimpilgjöldin af endurfjármögnun slíkra lána, vegna þess að það væri ósanngjarnt að ríkið ætti að hafa af því tekjur þegar fólk væri að koma sér í frekara skjól. Dæmin sem við vitum um úr fjármálakerfinu eru um það að margir hafi nýtt sér þennan kost. Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar ég heyri ítrekað hér í þingsal að fólk vilji bara loka þessum dyrum, banna fólki að veita sér þessa björg. Og hvað á þá að gera í staðinn?“ spurði ráðherrann. 

„Hvað á þá að gera í staðinn? spyr ég háttvirtan þingmann. Lengja í láninu, er sagt. Það er ekki að fara að bjarga neinum. Hérna er einfaldlega um að ræða úrræði sem hefur verið umdeilt lengi og getur gagnast og það er að gagnast núna. Eða er allt þetta fólk að taka rangar ákvarðanir að mati háttvirts þingmanns?“ spurði hann jafnframt. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    „Það er tilfellið með verðtryggð lán að þau bjóða lántakandanum upp á minni mánaðarlega greiðslubyrði,......
    Meiri blekkingarnar hjá Bjarna. Það er aðeins fyrstu misserin sem mánaðarleg greiðslubyrði er minni á verðtryggðum lánum. Þegar frá líður verður greiðslubyrði óverðtryggðra lána miklu minni.
    Annars verður ekki hægt að fá húsnæðislán á viðunandi kjörum á Íslandi fyrr en við höfum tekið upp evru eftir inngöngu í ESB. Er það ekki löngu orðið ljóst?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár