Albumm

Switchstance með Quarashi kom út fyrir 25 árum

Steinar Fjeldsted skrifar
Steinar Fjeldsted, Sölvi Blöndal og Höskuldur Ólafsson. Á myndina vantar Richard Odd Hauksson.
Steinar Fjeldsted, Sölvi Blöndal og Höskuldur Ólafsson. Á myndina vantar Richard Odd Hauksson.

Hljómsveitin Quarashi er ein vinsælasta sveit landsins fyrr og síðar. Sveitin naut gífulegrar velgengni bæði hér á klakanum sem og erlendis. Sveitin gaf út fimm hljóðversplötur en sú fyrsta, Switchstance kom einmitt út á þessum degi, 28. Nóvember 1996 og fagnar því 25 árum í dag!

Platan var upphafið af glæstum og mjög svo farsælum ferli en árið 2000 skrifa’i sveitin undir risa plötusamning í bandaríkjunum við útgáfurisann Sony Music Entertainment og Columbia Records. Upphafst mikið ævintýri út um allan heim en drengirnir fóru alla leið í úrvalsdeildina í tónlist og ferðuðust út um allan heim og unnu og spiluðu með stjörnum eins og t.d. Cypress Hill, The Strokes, Guns N Roses, Eminem, Weezer svo afar fátt sé nefnt.

Steinar Fjeldsted, Höskuldur Ólafsson, Sölvi Blöndal og Richard oddur Hauksson sem mynduðu bandið á þessum tíma áttu alls ekki von á vinsældum plötunnar Switchstance en hún seldist upp hér á landi á einum sólarhring. Það var greinilegt að landinn var til í rappið!

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna Switchstance.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.








×