Dauðafæri og mistök fara með þetta

Gísli Þorgeir Kristjánsson á fleygiferð í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson á fleygiferð í kvöld. AFP

„Við gerum 15 tæknifeila og þar liggur munurinn,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handbolta í samtali við RÚV eftir 23:25-tap gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi í kvöld. 

„Við vissum að Portúgalarnir eru ótrúlega klókir. Ég veit ekki hversu oft hendurnar voru komnar upp í seinni hálfleik og þeir spiluðu ótrúlega lengi eftir það. Þeir eru rosalega klókir og góðir. Við erum samt allan tímann inn í þessum leik og þegar við erum að komast betur inn í leikinn gerum við mistök eða förum illa með dauðafæri. Það er of dýrt í svona leik.“

Portúgalska vörnin stóð þétt í kvöld en Gísli segir íslenska liðið hafa fundið fínar lausnir á henni.„Þeir voru mjög þéttir en þegar við fórum 100% á þetta og slepptum því að hika fengum við alltaf færi. Mér fannst við komast fram hjá þeim einn á einn. Þeir eru með flotta vörn, en það eru dauðafærin og tæknifeilarnir sem fara með þetta í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert