Evrópuþing tekur á tölvuleikjafíkn

Lukkukassar geta gefið vel af sér.
Lukkukassar geta gefið vel af sér. Skjáskot/Overwatch

Tölvuleikjaframleiðendur eru duglegir að bæta við efni sem heldur spilurum við efnið og líklegra að þeir eyði meiri tíma og peningum í leiknum.

Evrópuþing kom saman í gær og var eitt málefna á dagskrá, vernd barna og unglinga gegn veðmálafíkn í tölvuleikjum.

Áherslan á vernd ungra spilara

Telja þingmenn mikilvægt að stöðva tölvuleikjaframleiðendur í því að gefa út efni í leikjunum sem gæti stuðlað að fíkn eins og lukkukassar sem hafa möguleika á því að innihalda mikil verðmæti en spilarar treysta á lukku sína í því þar sem yfirgnæfandi líkur eru á því að spilarinn tapi pening, en lifir í voninni.

Skjáskot/Counter-Strike

Yfirgnæfandi meirihluti þingsins kaus með löggjöfinni um að vernda spilarana en 577 kusu með og einungis 56 á móti.

Þingið tók þó einnig stöðu með tölvuleikjamarkaðinum og sagði mikilvægt að stuðla að jákvæði framför í greininni þar sem tölvuleikir geta aukið andlega heilsu en greinin þarf að hafa þau markmið að gera þetta vel og ekki einungis hugsa um mögulegan hagnað af spilurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert