Byrjaði sem hálfgerð partíferð

„Félagi minn spurði mig hvort ég væri ekki til í að taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum,“ sagði Þorbergur Ingi Jónsson, einn fremsti langhlaupari landsins, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sumarið 2015 ætlaði Þorbergur sér að reyna ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana 2016 í Ríó í maraþoni en tók óvænt þátt í HM í utanvegahlaupum sem fram fór í Annecy í Frakklandi, fyrstur Íslendinga.

Hann hafnaði í níunda sæti í Annecy 2015 eftir 86 kílómetra hlaup og eftir það lagði hann maraþonhlaupin svo gott sem á hilluna og fór að einbeita sér að langhlaupum.

„Við vorum þrír sem fórum þarna út og svo fengum svo liðstjóra með okkur líka,“ sagði Þorbergur.

„Þetta var eiginlega bara partíferð þannig séð. Þetta var algjörlega nýtt fyrir okkur og við vorum strax heillaðir af öllu í kringum þetta.

Fjöllin og stemningin í kringum þetta var engu líka,“ sagði Þorbergur meðal annars.

Viðtalið við Þorberg í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert