Hefja titilvörnina heima gegn Haukum

Víðismenn lyfta bikarnum eftir sigurinn á KFG í úrslitaleiknum á …
Víðismenn lyfta bikarnum eftir sigurinn á KFG í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir úr Garði mætir Haukum í fyrstu umferð neðrideildabikars karla í fótbolta en dregið var til keppninnar núna í hádeginu.

Víðismenn, sem leika í 3. deild, unnu keppnina sem haldin var í fyrsta sinn í fyrra en hún ber áfram nafn vefmiðilsins Fótbolti.net. Þeir sigruðu þá KFG úr Garðabæ í dramatískum úrslitaleik á Laugardalsvellinum.

Í þessari keppni taka þátt 32 lið úr 2., 3. og 4. deild Íslandsmótsins en keppnisrétt hafa öll lið 2. og 3. deildar ásamt átta efstu liðum 4. deildar. KFS úr 4. deild tekur ekki þátt og fyrir vikið fékk RB úr Reykjanesbæ, meistari 5. deildar í fyrra, sæti í keppninni.

Þessi lið drógust saman, deildirnar í svigum:

KV (3) - Vængir Júpíters (3)
Magni (3) - Hamar (4)
Víkingur Ó. (2) - Kormákur/Hvöt (2)
Ýmir (4) - KÁ (4)
Tindastóll (4) - Reynir S. (2)
Höttur/Huginn (2) - Kári (3)
KH (4) - Sindri (3)
Víðir (3) - Haukar (2)
Árbær (3) - Elliði (3)
RB (4) - KF (2)
KFG (2) - Þróttur V. (2)
Ægir (2) - Selfoss (2)
Hvíti riddarinn (3) - Völsungur (2)
KFA (2) - ÍH (3)
KFK (3) - Skallagrímur (4)
Árborg (4) - Augnablik (3)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert