Smit greindist á Rey Cup

Smit greindist á fótboltamótinu Rey Cup sem fram fer í …
Smit greindist á fótboltamótinu Rey Cup sem fram fer í Laugardalnum um þessar mundir. Ljósmynd/Facebook-síða Þróttar

Tvö lið sem keppa á fótboltamótinu Rey Cup hafa verið send í sóttkví eftir að smit greindist hjá einstaklingi sem hafði umgengist annað liðið eftir viðureign þeirra. Þetta staðfestir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Rey Cup. 

Bæði liðin héldu heim strax að leiknum loknum og biðu frekari fyrirmæla frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hinn smitaði lék með hvorugu liðinu. 

„Þetta er auðvitað leiðinlegt og vonbrigði fyrir okkur. Við tökum núna eitt skref í einu,“ segir Gunnhildur og bætir við að málunum verði hagað í samræmi við sóttvarnareglur.

Mótið heldur sínu striki þangað til annað kemur í ljós að sögn Gunnhildar.

DV greindi fyrst frá málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka