Langstigahæstur gegn Juventus

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var langstigahæstur í liði Siauliai í litháísku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tapaði fyrir Juventus 94:112. 

Elvar skoraði 29 stig í leiknum og var með 57% skotnýtingu innan teigs og 50% skotnýtingu utan þriggja stiga línunnar. 

Elvar gaf auk þess sjö stoðsendingar á samherjana, tók tvö fráköst og stal boltanum einu sinni af mótherjunum. 

Siauliai er í 8. sæti deildarinnar og framundan virðist barátta um að komast í átta liða úrslitakeppnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert