20 milljónir í hreinsun á strandlengju Íslands

Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar 17 í aðgerðaráætlun umhverfis- …
Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar 17 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum Úr viðjum plastsins. mbl.is/Jónas Erlendsson

Alls munu fjögur verkefni fá úthlutaða styrki til hreinsun strandlengju Íslands og nema þeir alls 20 milljónum. Styrkirnir eru liður þriggja til fimm ára átaki til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands.

Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar 17 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum Úr viðjum plastsinsMarkmið styrkveitinganna er að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, vitundarvakning almennings gagnvart þessu málefni verði efld og áhugasamir um þátttöku í þessu átaki verði virkjaðir.

Blái herinn og Veraldarvinir fá 7,5 milljónir hvor, og Ocean Missions og Seeds fá 2,5 milljónir hvor en saman gera þetta 20 milljónir.

Styrkirnir voru auglýstir þann 10. nóvember á síðast ári en þess ber að geta að einungis fjórar umsóknir bárust og því má ætla að allir þeir sem sóttu um hafi fengið styrk.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að draga úr plastmengun á ströndum og á hafi. Frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa gegnt lykilhlutverki við þessa hreinsun. Við viljum styðja þau í þessu verki,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert