Frakkland bannar stutt innanlandsflug

Frakkland bannar stutt innanlandsflug.
Frakkland bannar stutt innanlandsflug. Pascal Pochard/AFP

Frakkland hefur bannað stutt innanlandsflug. Með innleiðingu þessara laga þá eru innanlandsflug ólögleg ef járnbrautarlest kemst sömu ferðaleið á innan við tveimur og hálfri klukkustund.

Flugfélög hafa fylgt þessu í um það bil tvö ár en í umhverfislögum Evrópusambandsins, sem tóku gildi árið 2021, var kveðið á um takmarkanir á stuttum innanlandsflugleiðum. Tekið er fram í frönsku lögunum að þau nái til þeirra ferðalaga þar sem lestaferðir eru reglulegar og aðgengi fólks er tryggt. Auk þess er tekið fram að lögin eigi við um ferðaleiðir þar sem hægt er að fara fram og til baka samdægurs með lest. 

Laurent Donceel, bráðabirgðastjóri iðnaðarhópsins Airlines for Europe (A4E), sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að ríkisstjórnir ættu að styðja við „raunverulegar og áhrifaríkar lausnir“ á útblæstri flugfélaga frekar en að innleiða „táknræn bönn“.

Bætti Laurent við að stjórnvöld í Brussel hafi komist að þeirri niðurstöðu að bann við stuttum flugleiðum hafi takmörkuð áhrif á kolefnisútblástur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert