Hugmyndabanki og útivera í vetrarfríi

Fólk er hvatt til að njóta útiveru í Viðey.
Fólk er hvatt til að njóta útiveru í Viðey. Ljósmynd/Aðsend

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hefur tekið saman hugmyndabanka á netinu um innihaldsríka afþreyingu fyrir fjölskyldur í haustfríi grunnskólanna.

Allar hugmyndirnar eru ótímasettar og hugsaðar þannig að fólk þarf ekki að safnast saman á einum stað heldur njóta þar og þegar fjölskyldunni hentar, að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Upplýsingarnar hafa verið sendar á alla foreldra í grunnskólum borgarinnar.

Árbæjarsafn.
Árbæjarsafn. Ljósmynd/Aðsend

Hvetja til útiveru við Árbæjarsafn og í Viðey

Borgarsögusafn hvetur fjölskyldur til að njóta útiveru í fallegu umhverfi Árbæjarsafns og Viðeyjar í haustfríinu og virða fyrir sér safnhúsin, listaverkin og náttúruna.

Í tilefni af haustfríinu hefur verið settur upp leikur á safnsvæði Árbæjarsafns sem gengur út á að finna alls átta miða í gluggum sex safnhúsa. Á miðunum er skemmtilegur fróðleikur um Ísland fyrr á tímum. Þegar gestir hafa lesið alla átta miðana er næsta skref að fara á Facebooksíðu safnsins og svara þar nokkrum laufléttum spurningum.

Fólk er hvatt til að taka Viðeyjarferjuna frá Skarfabakka en þar er góð aðstaða til að skemmtilegar útiveru. Sömuleiðis er bent á vef Borgarsöfusafns sem hefur að geyma ýmis myndbönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert