„Engin spurning að reyna að hjálpa“

Jóhannes Hrefnu­son­ Karls­son,­ sem legið hefur á sjúkra­hús­i í Banda­ríkj­un­um …
Jóhannes Hrefnu­son­ Karls­son,­ sem legið hefur á sjúkra­hús­i í Banda­ríkj­un­um eftir að hafa fengið streptó­kokka­sýk­ingu í heil­ann í febrúar síðastliðinn, er á heimleið. Ljósmynd/Facebook Áfram Jói

„Við lásum um veikindi Jóhannesar og við ákváðum að reyna að styðja hann og reyna að verða að einhverju liði. Reyna að byggja einhverjar brýr,“ segir Glenn Moyle, forsvarsmaður Sundknattleiksdeildar Ármanns í samtali við mbl.is.

Félagar í sundknattleiksdeild Ármanns blása til sundknattleiksgleði í Laugardalslaug til styrktar Jóhannesi Hrefnu­syni Karls­syni sem legið hefur á In­ova Fairfax-sjúkra­hús­inu í Virg­in­íu í Banda­ríkj­un­um eftir að hafa fengið streptó­kokka­sýk­ingu í heil­ann í febrúar síðastliðinn.

Daníel Hauksson, vinur Jóhannesar, hafði frumkvæði að því að hleypa af stokkunum fjársöfnun fyrir Jóhannes og fjölskyldu. Jóhannes hefur æft sundknattleik um nokkurra ára skeið með KR en það eru félagar hjá Ármanni sem leggja söfnuninni lið með þessum hætti.

Allir komi með einhvers konar framlag

„Við eigum von á að KR-ingarnir mæti og við buðum einnig sérstkalega félögum okkar frá SH í Hafnarfirði. Hugmyndin er að koma saman og að allir komi með einhvers konar framlag í söfnunina,“ segir Glenn.

„Þetta er lítið samfélag og íþróttin er ekki stór hér á landi. Við hefðum verið afskaplega þakklátir ef önnur lið hefðu gert það sama ef einhver í okkar liði stæði í sporum Jóhannesar,“ heldur Glenn áfram.

Alls konar fólk stundar sundknattleik á Íslandi.
Alls konar fólk stundar sundknattleik á Íslandi. Ljósmynd/Facebook Glenn Moyle

„Það er svo mikil fegurð í þessu“

Hrefna Guðmundsdóttir, móðir Jóhannesar, segir í samtali við mbl.is að Jóhannes og aðstandendur hans séu í þakklætis- og hamingjukasti. Hún segir þetta ótrúlegt framtak.

„Það er svo mikil fegurð í þessu. við erum einstaklega þakklát og hamingjusöm. Við fengum þessar fréttir þegar var verið að lengja aðeins í dvölinni úti svo þetta voru akkúrat fréttir sem gerðu að verkum að við náðum í bjartsýnina og gleðina aftur. Allt svona skiptir máli, ekki síður sálrænt en fjárhagslega,“ segir Hrefna og heldur áfram.

„Það er líka gaman að vatnapóló fái kynningu á Íslandi því íþróttin er frekar ný hér á landi. Íþróttin þykir ein erfiðasta íþrótt í heimi. Jóhannes var í marki sem þykir mjög erfitt en þú heldur þér á floti með fótunum.“

Útskrifaður og á heimleið

Hrefna bendir þá á að í dag sé alþjóðlegi hamingjudagurinn en hún er sérfræðingur í hamingjufræðum.

„Þemað frá Sameinuðu þjóðunum fyrir daginn er „get social“ og það er akkúrat það sem við höfum upplifað svo sterkt. Hvað fólk er gott og er tilbúið að gera. Nú hefur Jóhannes verið útskrifaður og við tekur endurhæfing á Íslandi. Við förum heim með barminn fullan af þakklæti og verðum í loftinu á meðan vatnapólóið fer fram í kvöld.“

Snýst um að styðja hvort annað

Glenn segir það góða tilfinningu að geta hjálpað aðeins til.

„Íþróttin gefur okkur svo mikið. Hún snýst ekki bara um að mæta og keppa heldur einnig um samveru og að styðja hvort annað. Þessi íþrótt er ekki einungis fyrir börn heldur einnig fyrir fullorðna.

Við setjum upp tvo velli í lauginni og blöndum öllum liðunum saman og höfum gaman í lauginni í kvöld og styrkjum gott málefni.

Allir eru velkomnir og því fleiri því betra. Þetta byrjaði sem lítil hugmynd en mér sýnist stefna í að ansi margir muni láta sjá sig í Laugardalslaug í kvöld.

Það var í okkar huga engin spurning að reyna að hjálpa til. Það litla sem við getum gert mun vonandi hjálpa fjölskyldunni.“

Viðburðurinn í Laugardalslaug hefst klukkan 20:30 í kvöld.

Síða viðburðarins

Styrktarreikningur:

Banki: 0370-26-040837

Kennitala: 170773-3579

Styrkt­arsíða fyr­ir Jó­hann­es

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert