Embætti skrifstofustjóra laus

Í Hæstarétti.
Í Hæstarétti. mbl.is/​Hari

Í Lögbirtingablaðinu í gær eru auglýst laus til umsóknar embætti skrifstofustjóra Hæstaréttar og Landsréttar. Í raun er um að ræða framkvæmdastjóra við réttina.

Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, lætur af störfum fyrir aldurs sakir frá og með 1. ágúst 2021. Hann hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2004.

Björn L. Bergsson var skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. janúar 2021. Björn hafði starfað sem skrifstofustjóri Landsréttar frá stofnun réttarins.

Fram kemur í auglýsingunni og í Morgunblaðinu í dag, að skrifstofustjóri stýri daglegum rekstri í umboði forseta Hæstaréttar og beri ábyrgð á að stefnumarkandi ákvörðunum sé hrint í framkvæmd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert