Báðir ökumennirnir með meðvitund

Bílar á ferðinni í Ártúnsbrekku. Myndin er úr safni.
Bílar á ferðinni í Ártúnsbrekku. Myndin er úr safni. mbl.is/Hallur

Ökumenn bifreiðanna tveggja sem rákust saman í Ártúnsbrekkunni fyrr í dag eru ekki lífshættulega slasaðir. Báðir voru þeir með meðvitund er þeir voru fluttir á slysadeild.

Líkleg tildrög slyssins eru þau að jepplingur bilaði á götunni og kom þá fólksbifreið aðvífandi og keyrði aftan á hann, að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Einhver vitni að slysinu hafa gefið sig fram og mun lögreglan ræða betur við þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka