Lífið

Sonur Reginu King svipti sig lífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Regina King og sonur hennar Ian Alexander Jr.
Regina King og sonur hennar Ian Alexander Jr. Getty/Instagram

Ian Alexander Jr. sonur Óskarsverðlaunahafans Reginu King svipti sig nýverið lífi. Hann átti 26 ára afmæli á miðvikudaginn og var hann einkabarn King sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum.

„Fjölskylda okkar er í öngum sínum vegna andláts Ian,“ sagði King í yfirlýsingu til People. Hún sagði son sinn hafa þótt vænt um aðra.

Regina King vann Óskarsverðlaun árið 2019 fyrir leik sinn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk en hún er þekkt fyrir að leika í kvikmyndum eins og Boyz n the Hood, Friday, Ray og þáttunum Watchmen. Hún hefur einnig leikstýrt kvikmyndum og þáttum á undanförnum árum.

Hún átti Ian með Ian Alexander Sr. sem er tónlistarframleiðandi en þau skyldu árið 2007 eftir níu ára hjónaband. Ian sonur þeirra var plötusnúður

Árið 2017 sagði King frá því að hún og sonur hennar væru með samskonar húðflúr sem á stóð „Óskilorðsbundin ást“ á aramísku. Þegar King varð fimmtug í fyrra birti Ian langa færslu á Instagram þar sem hann fór fögrum orðum um móður sína.

Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×