Bjart yfir sunnan heiða

Kort/Veðurstofa Íslands

Hvasst verður á Vestfjörðum í dag og rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi. Aftur á móti er bjart yfir sunnan heiða. Annað kvöld fer að hvessa að nýju er önnur lægð nálgast landið.

„Norðaustlæg átt í dag, 8-15 m/s, hvassast á Vestfjöðrum. Þó eitthvað hægari vindur austan til á landinu. Dálítil rigning eða slydda fyrir norðan og austan, en bjart yfir sunnan heiða.
Síðan lægir enn frekar á morgun, 3-10 m/s þá, en áfram dálítils slydda eða rigning. Hiti á bilinu 0 til 9 stig, hlýjast syðst.

Seint á morgun hvessir svo úr austri við Suðurströndina þegar næsta lægð nálgast landið, 10-15 m/s þar þá,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Á mánudag:

Norðan og norðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina síðdegis. Dálítil slydda eða rigning víða um land og hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Skýjað að mestu, en lítilsháttar rigning S- og A-lands. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Ákveðnar austan- og suðaustanáttir með rigningu, en úrkomulítið NV-til. Hlýnandi veður.

Á fimmtudag:
Dálítið hægari austlæg eða suðaustlæg átt og frekari rigning á sunnan- og austanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir suðlæga átt með vætu S- og V-lands, en annars úrkomulítið. Kólnar lítillega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert