Örlög Tryggva og félaga ráðast í lokaumferðinni

Tryggvi Snær Hlinason er í erfiðum málum með Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason er í erfiðum málum með Zaragoza. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans hjá Zaragoza máttu þola 80:83-tap á heimavelli gegn Andorra í efstu deild Spánar í körfubolta eftir tvíframlengdan leik í kvöld.

Tryggði skoraði fjögur stig, tók átta fráköst og varði þrjú skot á 19 mínútum en hann gat ekki komið í veg fyrir naumt tap.

Úrslitin þýða að örlög Zaragoza í fallbaráttunni ráðast í lokaumferðinni. Zaragoza verður að vinna Murcia á útivelli í lokaumferðinni til að forðast fall en Murcia er í níunda sæti og á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert