Eitthvað sem ég þarf að taka á mig

Björgvin Páll Gústavsson ræðir við fjölmiðla í dag.
Björgvin Páll Gústavsson ræðir við fjölmiðla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola tap gegn Svíþjóð í Gautaborg í milliriðli II á HM á föstudagskvöld.

Andreas Palicka átti stórleik í marki Svíþjóðar og var stærsta ástæða þess að sænska liðið fór með sigur af hólmi. Hinum megin náði Björgvin Páll Gústavsson sér ekki á strik og hann fór ekki í felur með það er hann ræddi við mbl.is á liðshóteli íslenska liðsins.

„Við vörðum ekki nógu vel okkar megin og það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig. Ég skilaði mínu verkefni ekki nægilega vel. Það er helling sem ég hefði getað gert betur í þessum leik,“ sagði Björgvin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka