Flestir fylgjandi breytingum á miðbænum

Vel hefur tekist til með uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi.
Vel hefur tekist til með uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Flestir eru fylgjandi breytingum á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss ef marka má niðurstöðu íbúakönnunar þar um.

89% þeirra sem tóku afstöðu eru hlynnt breytingartillögunni en 11% andvíg. Alls tóku 1655 þátt af 8.936 íbúum 16 ára og eldri.

Fjórum sinnum meiri byggð en í fyrri áfanga

Tillögur að seinni áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi voru kynntar á opnum íbúafundi á Selfossi í október en um er að ræða fjórum sinnum meiri byggð en í fyrri áfanganum.

Hér má sjá hvernig nýi miðbærinn liti út fullbyggður, en …
Hér má sjá hvernig nýi miðbærinn liti út fullbyggður, en til þess að átta sig á afstöðunni má sjá Ölfusárbrú, efst til hægri, og Mjólkurbúið sem flestir þekkja. Fremst á myndinni má sjá tvö hús, það til vinstri (hvítt með rauðu risþaki) er Kolviðarhóll teiknað af Guðjóni Samúelssyni, frægt gistihús sem stóð undir Hellisskarði þar sem áður lá leiðin yfir Hellisheiði. Starfsemi þar var hætt 1952 og húsinu ekki haldið við, það fór í eyði, brann og var það jafnað við jörðu 1977. Stóra rauða húsið við hliðina á er endurreist hús Evanger-bræðra frá Noregi, sem reist var sem síldarverksmiðja við austanverðan Siglufjörð árið 1911 en eyðilagðist í snjóflóði 1919. Það verður hluti af öðru tveggja hótela í miðbænum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert