Sum smitanna reyndust vera landamærasmit

Samkvæmt nýrri tilkynningu frá Almannavörnum voru innanlandssmit gærdagsins samtals 11 og fimm greindust á landamærunum. 16 greindust því í heildina.

Í morgun var greint frá því að 16 hafi greinst innanlands í gær og 1 á landamærunum. Tölurnar sem birtar voru í morgun eru samkvæmt nýrri tilkynningu Almannavarna ekki réttar því fleiri smit, en upphaflega hafði verið greint frá, teljast sem landamærasmit.

Uppfæra nú tölulega síðuna á virkum dögum

Í tilkynningunni segir einnig að í ljósi fjölda smita síðastliðna daga hafi verið tekin sú ákvörðun að byrja aftur að uppfæra tölulega síðuna á covid.is á virkum dögum en Almannavarnir munu halda áfram að senda frá sér tölur um helgar ef þess gerist þörf.

Tölulega síðan verður því næst uppfærð á morgun, þriðjudaginn 20. júlí. Síðan hefur upp á síðkastið aðeins verið uppfærð á fimmtudögum.

Nýgengi innanlands er nú 18,8 og 15,3 á landamærunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert