Innlent

Á­kærð fyrir að hafa á­reitt konu kyn­ferðis­lega á hótelherbergi

Eiður Þór Árnason skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm

Kona hefur verið ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa áreitt konu á hótelherbergi þegar hún tók um hendi hennar á meðan hún lá sofandi og notaði til að strjúka nakinn líkama sinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þegar brotaþoli kippti hendinni til baka og gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu er henni gert að hafa strokið brotaþola utanklæða frá brjóstum og niður á læri. Á atvikið að hafa átt sér stað í apríl 2019 í Reykjavík.

Í framhaldinu þegar konan færði sig út á brún rúmsins og vafði utan um sig sæng er ákærða sögð hafa fært sig þétt upp að henni, strokið líkama hennar yfir sængina, lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt: „Við skulum bara hafa kósý,“ „Er þetta ekki gott“ og „Er þetta ekki bara kósý.“

Konan er til vara ákærð fyrir að brot gegn blygðunarsemi „enda var framangreind háttsemi til þess fallin að særa blygðunarsemi X,“ eins og segir í ákæru.

Farið er fram á að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er farið fram á að hún greiði 943 þúsund krónur í bætur auk vaxtagreiðslna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×