„Ég held í alvörunni að fólk vilji ekki missa af þessu“

Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika í Eldborg.
Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika í Eldborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika sína í Eldborg í Hörpu á föstudaginn klukkan átta og klukkan hálfellefu. Öllu verður til tjaldað og mun Bríet leiða tónleikagesti í gegnum plötu sína, Kveðja, Bríet og vel valin lög. Um er að ræða stærsta verkefni Bríetar til þessa. 

„Ég held í alvörunni að fólk vilji ekki missa af þessu,“ segir Bríet sem er spennt fyrir tónleikunum. Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi í vikunni. Grímuskylda afnumin á flestum stöðum og miðast fjöldatakmarkanir við tvöþúsund manns. 

„Þetta líkist frekar leikhúsi og er kannski líkara leikriti en tónleikum. Ég má ekki segja of mikið því þetta á að koma á óvart og vera upplifun. Fólk má til dæmis ekki taka upp á símann sinn á þessari sýningu. Það á að vera 100% á staðnum að njóta,“ sagði Bríet í viðtali við Sunnudagsmoggann um helgina og útskýrði að ekki væri um hefðbundna tónleika að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg