fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólga í Rauða krossinum: Afskráir sig sem sjálfboðaliði og hættir fjárstuðningi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júlí 2020 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði kross Íslands sagði upp öllum svæðisfulltrúum sínum fyrir lok maí en DV birti fyrst fjölmiðla frétt um þá ákvörðun þann 1. júlí síðastliðinn. Viðbrögð viðmælenda DV í þeirri frétt einkenndust af varkárni en hörð gagnrýni á ákvörðunina hefur brotist út undanfarið.

„Ástæðan fyrir uppsögnum svæðisfulltrúa Rauða krossins var í meginatriðum tvíþætt. Annars vegar eru að verða áherslu- og skipulagsbreytingar hjá félaginu með nýrri stefnu sem samþykkt var á aðalfundi í maí 2020 þar sem áhersla er að færa starfið enn nær heimabyggð á sjálfbæran hátt. Hin ástæðan er  tekjusamdráttur hjá Rauða krossinum sem verið er að bregðast við. Skipulagsbreytingar sem ráðist hefur verið í eiga að tryggja að þjónusta félagsins og þátttaka í almannavörnum skerðist ekki,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossi Íslands, við fyrirspurn DV um málið þann 1. júlí.

Í fréttinni sagði enn fremur:

„Enginn starfsmaður Rauða krossins sem DV hafði samband við vildi láta hafa nokkuð eftir sér um málið. Viðkvæðið var að starfsmenn Rauða krossins vildu ekki bera ágreiningsefni innan samtakanna á torg. Einn starfsmaður vísaði til hatrammra deilna innan SÁÁ sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum. Væri það ekki gott fordæmi. Einnig benti starfsfólk á að Rauði krossinn hefði orðið fyrir miklu tekjutapi vegna lokunar verslana í kórónuveirufaraldrinum en á sama tíma væri útlit fyrir vaxandi verkefni vegna hinnar djúpu kreppu sem samfélagið er komið í. Eðlilegt væri því að gripið væri til sparnaðaraðgerða.“

Ætlar að hætta stuðningi

Hvað sem líður varfærni starfsfólks þá gagnrýna sjálfboðaliðar sem hafa komið að starfi Rauða krossins á landsbyggðinni ákvörðunina harðlega. Í umræðum um þetta á netinu segir Jóna Benediktsdóttir: „Ég er búin að afskrá mig sem sjálfboðaliða og hætt fjárhagslegum stuðningi við Rauða krossinn.“

Hún segir enn fremur:

„Mér finnst þetta afar vond ákvörðun og skil ekki hvernig stjórn Rauða krossins getur varið hana. Það veit hvert mannsbarn að sjálfboðaliðastarfi verður ekki stýrt í gegnum tölvupósta eða fjölmiðlakynningar, það byggist á persónulegum tengslum sem breiðast út í gegnum tiltekið fólk.“

Jóna harmar brotthvarf Bryndísar Friðgeirsdóttur, fráfarandi svæðisstjóra Rauða krossins á Vestfjörðum, og segir:

„Ég spyr mig, hvernig sér Rauði krossinn nú sitt hlutverk ef einhverjar náttúruhamfarir verða hér á Vestfjörðum? Hver á að vera „líflína“ sjálfboðaliða? Hver á að sjá um að byggja upp persónuleg tengsl við hina ýmsu ólíku aðila, sem er það sem máli skiptir þegar á reynir? Og ég tala nú ekki um hið daglega starf við valdeflingu ýmissa hópa í samfélaginu sem sannarlega þurfa á því að halda, og til viðbótar alls konar starf sjálfboðaliða, sem með leiðsögn Bryndísar hafa veitt fullt af fólki gleði og aukna lífsfyllingu. Já, ég er fokreið yfir þessu.“

Verður Rauði krossinn áfram rauður?

Greint er frá ákvörðuninni um að segja upp svæðisstjórum í nýlegri frétt á Bæjarins besta á Ísafirði. Jafnframt birtir Halldór Jónsson pistil um málið þar sem hann fer hörðum orðum um ákvörðunina:

„Það er því eins og hver önnur öfugmælavísa þegar samtök sem eru hluti af stærstu mannúðar- og hjálparsamtökum heims og sinna m.a. fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna virðast ekkert hafa lært og leggja nú niður starfsemi sína á landsbyggðinni. Flytja störfin til Reykjavíkur.

Svo mikil er reisnin yfir þessari ákvörðun að formaður og framkvæmdastjóri samtakanna fóru í felur að henni lokinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat