fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Landspítalinn kominn á hættustig

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:20

Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn er kominn á hættustig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Farsóttarnefnd og Viðbragðsstjórn Landspítala. Þar segir að nú liggi tveir sjúklingar á smitsjúkdómadeild með COVID-19 smit. Og að alls séu meira en 300 einstaklingar í eftirliti á COVID-göngudeild, þar af 25 börn. Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til innlagnar. Þá séu fimm starfsmenn í einangrun, 10 í sóttkví samfélaginu og 225 í vinnusóttkví.

Hættustig á Landspítala er skilgreint svona:

Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar. Þetta getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki.

Spítalinn verði setur á hættustig frá og með miðnætti í kvöld. í tilkynningunni segir:

„Í ljósi þess að faraldurinn er í veldisvexti, verkefni COVID-göngudeildar aukast daglega í samræmi við það, fleiri sjúklingar í eftirliti eru veikir, fjöldi starfsfólks er í sóttkví vegna útsetninga og nýlegrar komu erlendis frá, mönnun er með minnsta móti vegna sumarleyfa auk þess sem mikil óvissa ríkir um þróun faraldursins, innlagnatíðni og alvarleika veikinda, hafa farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákveðið að setja spítalann á hættustig frá miðnætti í kvöld 22. júlí 2021.

Í raun hefur spítalinn verið að færast af óvissustigi á hættustig undanfarna tvo sólarhringa með daglegum fundum viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar og hertum sóttvarnaraðgerðum innan spítalans. Það er því eðlilegt að uppfæra viðbúnaðarstig til samræmis við þær aðgerðir. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd