Sjúkrahús gereyðilagt í árás vígahóps

Frá flóttamannbúðum í Kongó
Frá flóttamannbúðum í Kongó AFP

Sjúkrahús varð skotmark vopnaðrar vígasveitar í austurhluta Austur-Kongó í átökum við hersveitir hins opinbera þar í landi. Þetta staðfesta hjálparsamtök og yfirvöld á svæðinu.

Fram kom í tilkynningu frá samtökunum Læknar án landamæra að árásinni hafi með einbeittum hætti verið beint að sjúkrahúsinu, en samtökin viðhéldu og störfuðu á sjúkrahúsinu í Boga, sem staðsett er í Ituri héraði.  

Sjúkrahúsið var samkvæmt tilkynningu samtakanna „síðasta athvarf svæðisins þar sem fólk gat sótt sér læknisaðstoð.“ Þá voru lyfjabirgðir sjúkrahússins tæmdar, bráðabirgðamóttakan brennd og aðrar byggingar lagðar í rúst. Yfirvöld á svæðinu staðfestu að fjórir hefðu látist og að auk sjúkrahússins hafi kirkja verið brennd í árásinni. 

Ekki á sama máli um hver stóð fyrir árásinni

Fram kom í tilkynningu frá samtökunum að lítið væri vitað um vígahópinn, né hvers vegna sjúkrahúsið varð að skotmarki. Herinn þar í landi kennir ADF-uppreisnarhópnum um voðaverkin, en ADF stóðu fyrir árás á svæðinu 31. maí síðastliðinn og létust 57 manns í þeirri árás.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert