Bjóða upp á tónleika og te að enskum sið

Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun flytja verk á meðan fólk sötrar …
Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun flytja verk á meðan fólk sötrar á teinu sínu. Samsett mynd

Boðið verður upp á hefðbundið síðdegis te að enskum sið og tónleika í safnaðarheimili Laugarneskirkju 6. apríl.

Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun kórs Laugarneskirkju sem er á leið í söngferð til London. Elísabet Þórðardóttir, organisti og kórstjóri, segir að vænta megi mikillar veislu.  

Átti upphaflega að vera kaffihúsatónleikar

Elísabet segir að fyrst hafi komið upp sú hugmynd að halda kaffihúsatónleika, en sú hugmynd breyttist fljótlega í „síðdegistetónleika“ að enskum sið, enda förinni heitið til London:

„Svo vatt þetta bara upp á sig og við erum komin með góða gesti til að syngja og spila, þannig þetta verður bara algjör veisla.“

Þórður Árnason gerði garðinn frægan með Stuðmönnum.
Þórður Árnason gerði garðinn frægan með Stuðmönnum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðal þeirra sem fram koma eru óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson og þá mun gítarleikarinn Þórður Árnason úr Stuðmönnum spila fyrir gesti.

Ólafur Magnús Magnússon og Björg Þórhallsdóttir óperusöngvarar munu syngja dúett og kór Laugarneskirkju flytur kórverk með einsöngvurum úr röðum kórsins.

Elísabet mun sjálf stýra kórnum og spila undir.

Kristján Jóhannsson er meðal þekktustu óperusöngvara þjóðarinnar.
Kristján Jóhannsson er meðal þekktustu óperusöngvara þjóðarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert drasl te í boði

Elísabet segir að með miðunum fylgi sæti við borð þar sem að boðið verður upp á síðdegis teið og meðlæti.

„Það er búið að panta te frá útlöndum, þetta verður alvöru, ekkert drasl,“ segir hún og bendir á að teið sé á leið sinni frá París um þessar mundir.

Elísabet segir að kórinn muni sjá um veitingarnar sem verða að hefðbundnum enskum sið. Samlokur og skonsur ásamt því sem við má búast með síðdegis teinu.

„Fólk sest svo bara með teið sitt og nýtur veitinga og skemmtiatriða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav