Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lárus bankastjóri líkir dómsmálum úr bankahruninu við Covid-faraldurinn

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is banka fyr­ir efna­hags­hrun­ið 2008, seg­ir lík­indi með banka­hrun­inu á Ís­landi um haust­ið 2008 og Covid-far­aldr­in­um. Banka­stjór­inn fyrr­ver­andi var í við­tali í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni.

Lárus bankastjóri líkir dómsmálum úr bankahruninu við Covid-faraldurinn
Segir að hrunið hafi verið óhjákvæmilegt Lárus Welding vill meina að hið alþjóðlega fjármálahrun hafi verið slíkur orsakavaldur að bankahrunið hér á landi hafi verið óhjákvæmilegt.

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis,  líkir ákvörðunum sem urðu síðar að dómsmálum úr bankahruninu á Íslandi við Covid-faraldurinn sem gengið hefur yfir heiminn á síðustu árum. Þetta sagði Lárus í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær

Tilefni viðtalsins er útgáfa nýlegrar bókar Lárusar, Uppgjör bankamanns, sem kom út í lok síðasta árs. Bók Lárusar er lengsta og fyllsta innlegg hans í umræðuna um bankahrunið á Íslandi, síðastliðin tæp 15 ár frá því hrunið átti sér stað en hann hefur veitt fá viðtöl og haldið sig nokkuð til hlés. Með útgáfunni varð Lárus fyrsti bankastjórinn, sem stýrði íslensku fjármálafyrirtæki þegar hrunið varð, til að segja frá sinni hlið mála með heildstæðum hætti í bók. 

Hamfarakenningin og Covid-kenningin

Einn helsti kjarninn í málflutningi Lárusar í bókinni er sá að ekki hafi verið nægilega mikið fjallað um alþjóðlegu fjármálakrísuna í heiminum árið 2008 og áhrif hennar á Íslandi. Lárus telur ekki að sérstaða Íslands og íslenska bankakerfisins hafi verið það mikil að hægt sé að fjalla um hrunið með þessum hætti: Án þess að setja það sem gerðist á Íslandi í meira alþjóðlegt samhengi.

„Þetta eru ekkert ósvipaðar aðstæður, svona krísur koma upp og það sér enginn fram á við hvað er að gerast
Lárus Welding bankastjóri Glitnis

Lárus segir að hann telji að ræða þurfi meira um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á íslenska bankakerfið. „Hérna á Íslandi höfum við lítið talað um áhrif alþjóðlegu fjármálakrísunnar hér,“ segir Lárus og bætir við að skýrsla rannsóknarefndar Alþingis fjalli til dæmis lítið um alþjóðlegu fjármálakreppuna. „Sú skýrsla fjallar ekkert um alþjóðlegu fjármálakrísuna, ekki neitt. Hún fjallar bara um að velta sér upp úr lánabókum bankanna sem höfðu lítið með þessi mál að gera.

Þessi sýn á bankahrunið hefur verið kennd við hamafarakenninguna, að Ísland hafi lent í alþjóðlegum efnahagshamförum – stormi –  um haustið 2008 og að þar af leiðandi hafi bankakerfið fallið. Samlíking Lárusar  við Covid er liður í því að undirbyggja enn frekar túlkun hans á hamfarakenningunni. 

Í viðtalinu ræddi Lárus sýn sína á bankahrunið og ábyrgð sína. Í lok viðtalsins notar hann samlíkinguna um dómsmálin úr bankahruninu og Covid. „Mér fannst mjög áhugavert þegar við förum í gegnum Covid-ferilinn. Taktu bara eftir Kristján [Kristjánsson þáttastjórnandi], þú ert nú fjölmiðlamaður og fylgist vel með hvernig þetta er að gerast. Menn byrja og segja að þetta muni ganga yfir: Menn eru alltaf að gefa sér að ástandið muni lagast.  Ef þú hefðir sagt, í mars 2020, að það þurfi að loka landinu í tvö ár af því þessi ferill mun taka þann tíma til að ganga yfir allan heiminn. Þetta eru ekkert ósvipaðar aðstæður, svona krísur koma upp og það sér enginn fram á við hvað er að gerast: Menn eru alltaf bara að bregðast við dag frá degi. Ég er ekki að gera lítið úr minni ábyrgð eða því og er að reyna varpa ljósi eins vel og ég get á hvaða megi læra af þessu öllu saman. En til þess að horfa á þetta í sögulegu tilliti þá verður þú að setja þig í aðstæðurnar: Hvernig það er að vera dag frá degi í krísu. Það er áhugaverð lífsreynsla.“

Samkvæmt túlkununum Lárusar þá voru ákvarðanirnar sem leiddu til þess að hann og fleiri aðilar hlutu dóma, meðal annars í Stímmálinu og markaðamisnotkunarmálum, ekki yfirlögð lögbrot heldur frekar viðbrögð við aðstæðum sem hann kennir við krísur. Þetta telur hann vera sambærilegt við það hvernig yfirvöld í hinum ýmsum löndum þurfum að bregðast við aðstæðum dag frá degi í Covid-faraldrinum. 

Bankakerfið á Íslandi stækkaði hrattEitt af því sem bent var á eftir bankahrunið á Íslandi var að eignir bankanna voru orðnar 11 sinnum meiri en verg þjóðarframleiðsla. Til samanburðar var bandaríska kerfið á pari við þjóðarframleiðslu. Undir lok árs 2007 var bankakerfið á íslandi orðið 7,5 föld þjóðarframleiðsla.

Bankarnir hefðu fallið þrátt fyrir enga markaðsmisnotkun

Lárus er ósáttur við þá dóma sem hann fékk í kjölfar bankahrunsins, í Stímmálinu svokallaða og stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis.

Bæði málin snérust um viðskipti Glitnis með hlutabréf í sjálfum sér annars vegar og hins vegar í stærsta hluthafa bankans, FL Group. Í viðtalinu í Sprengisandi lýsir Lárus því að það sé af og frá að ætla honum og öðrum starfsmönnum bankanna það að hafa að yfirlögðu ráði ætlað að stunda lögbrot. Miklu nær sé að líta á þessi mál sem tilraunir starfsmanna bankanna til að bregðast við krísum, erfiðum aðstæðum, dag frá degi og leysa fyrirliggjandi vandamál. „Ég er ósammála þeim söguskýringum að tilgangurinn hafi verið að halda uppi hlutabréfaverði í bönkunum. Ég held að uppsetning kerfisins þar sem eru svona viðskipti með eigin bréf, miklar lántökur á móti bréfunum, búi til vandamál þar sem menn eru alltaf að reyna að bregðast við einhverri stöðu sem upp er kominn. Ég hef sjálfur lent í að þurfa að bregðast við þessari stöðu. En ásetningurinn þegar þú fórst í þessa stöðu var ekki endilega slæmur. [...] Ég er ósáttur við þann dóm sem ég fékk fyrir markaðsmisnotkun [...] Ég fór mjög óhræddur inn í þessar rannsóknir því ég vissi að ásetningur minn var aldrei annar en góður,“ segir Lárus en bætir jafnframt við að það sé góð breyting að í dag stundi fjármálafyrirtæki á Íslandi ekki viðskipti með eigin hlutabréf. 

Í tilfelli markaðsmisnotkunarmálsins voru Lárus, og fleiri samstarfsmenn hans í Glitni, dæmdir fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni frá því í júní árið 2007 og þar til í lok september árið 2008. Því var um að ræða tímabil sem spannaði meira en eitt ár. Tilgangur viðskipta Glitnis með eigin bréf var að skapa viðskipti við bréfin sem og að halda uppi verðinu á þeim með því sem dómstólar töldu vera ólöglegum hætti. 

Samkvæmt Lárusi þá hefðu íslensku bankarnir og bankakerfið hér á landi í heild sinni alltaf hrunið. Hann telur því ekki lögbrotin sem hann fékk dóma fyrir hafi verið ástæðan fyrir bankahruninu. „Það er farið í öll þessi dómsmál [...] Ég held að allir sem kanna þetta, og ég held að Ólafur Þór [Hauksson héraðssaksóknari] og fræðimenn rannsóknarnefndarinnar myndu segja þetta líka, að þó að ekki hefði komið til neinna markaðsmisnotkunarmála þó ekki hafði komið til neinna mála sem síðar urðu þessi frægustu dómsmál sem ég og aðrir hafa setið í, þá er óhjákvæmilegt að segja að hér hefði orðið bankahrun með stærð bankakerfisins.

Sýnir snarhækkun kúrvunnar á ÍslandiMyndin sýnir hvernig hlutfall eigna íslensku bankanna miðað við þjóðarframleiðslu snarhækkuði á árunum eftir einkavæðingu bankanna 2002 og 2003. Þessi hraða eignasöfnun á sér fáar hliðstæður í öðrum löndum og útskýrir meðal annars sérstöðu Íslands í bankakrísunni árið 2008.

Auðvelt að vera vitur eftir á

Lárus segir að flestir bankar í heiminum hafi á þessum tíma þurft að fá aðstoð frá sínum seðlabönkum eða frá alþjóðlegum seðlabönkum. Þetta hafi líka átt við um íslensku bankana. En sökum þess að bankakerfið á Íslandi hafi verið orðið svo stórt í samanburði við stærð landsins – eignir bankakerfisins á Íslandi voru orðnar 11 sinnum þjóðarframleiðsla landsins um haustið 2008 - þá hafi verið erfitt að aðstoða íslensku bankana. Til samanburðar var bankakerfið í Bandaríkjunum á pari við þjóðarframleiðsluna þar og settu bandarísk stjórnvöld peninga í kerfið þar til að bjarga sumum bönkunum, en ekki öðrum eins og Lehman Brothers, í svokallaðri TARP-aðgerð. 

Eitt af því sem Lárus ræðir ekki um í viðtalinu í Sprengisandi eða í bókinni er af hverju bankakerfið á Íslandi var orðið svona stórt og hver það var sem bar ábyrgð á því. Bönkunum var stýrt af hluthöfum, stjórnum og stjórnendum bankanna sem voru með ákveðna stefnu og leiddu þessa stækkun bankakerfisins. Kristján Kristjánsson spyr Lárus að því hvort mögulega hefði verið hægt að gera eitthvað til að hindra að bankahrunið hefði átt sér stað í kjölfarið á mini-krísunni svokölluðu árið 2006, þegar margir aðilar byrjuðu að spyrja krítískra spurninga um íslenska bankakerfið „Það eru mjög mismunandi skoðanir um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera eftir það: Var þetta dauðadæmt eða var  hægt að bregðast eitthvað við?

Lárus segir um þetta, eftir að hafa nefnt að mögulega hafi mini-krísan 2006 verið síðasta tækifærið til að vinda ofan af stærð bankakerfisins: „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Í heimi viðskiptanna, eins og Buffett sagði, þá er það bara baksýnisspegillinn sem gefur skýra sýn því framrúðan er alltaf í móðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Held Lárus hafi misskilið það sem Buffett átti við ... en hann ritaði einu sinni 4 blaðsíðna skoðun sína á því af hverju íslenska bankahrunið varð... og var ekki par hrifinn af banksterunum... þó svo hann hafi ekki talið þá eina og sér vera ástæðuna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár