Gattuso rekinn frá Valencia

Gennaro Gattuso er ekki skaplaus.
Gennaro Gattuso er ekki skaplaus. AFP/Giuseppe Cacace

Ítalanum Gennaro Gattuso hefur verið vikið úr starfi knattspyrnustjóra hjá karlaliði spænska félagsins Valencia eftir magurt gengi á tímabilinu.

Gattuso tók við stjórnartaumunum hjá Valencia fyrir yfirstandandi tímabil og var því aðeins tæpa átta mánuði við stjórnvölinn.

Valencia hefur aðeins unnið sér inn 20 stig í 18 deildarleikjum og þrátt fyrir að vera í 14. sæti er liðið í mikilli fallhættu enda aðeins einu stigi fyrir ofan Cádiz í 18. og síðasta fallsætinu.

Steininn tók úr þegar Valencia tapaði fyrir Valladolid, 0:1, í fallslag í deildinni í gær.

Voro González mun taka við stjórnartaumunum hjá Valencia til bráðabirgða, í sjötta sinn á ferli sínum, auk þess sem hann var formlega ráðinn knattspyrnustjóri liðsins sumarið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert