Hvatningin kom sjálfkrafa gegn AIK

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Hari

Kolbeinn Sigþórsson sagði það frábæra tilfinningu að ná í þrjú stig gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og skora bæði mörkin í 2:0-sigri IFK Gautaborgar. 

Kolbeinn sagði hvatninguna koma sjálfkrafa þegar keppt sé gegn fyrrverandi samherjum en hann lék með AIK á síðasta tímabili.

Honum tókst ekki að skora fyrir AIK í átján leikjum í sænsku deildinni en hafði skorað gegn AIK í kvöld eftir aðeins þrjár mínútur. 

Kolbeinn sagði einnig í meðfylgjandi viðtali að hann hefði verið ákveðinn í að sýna með Gautaborg að hann gæti ennþá skorað mörk og hjálpað liðinu með þeim hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert