Undanúrslitin hafin í Búdapest

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anton Sveinn McKee og liðsfélagar hans í Toronto Titans hófu keppni í undanúrslitum atvinnumannadeildarinnar í sundi sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi. Nú eru átta lið eftir sem keppa um fjögur sæti í úrslitakeppninni sjálfri. Sundsambandið segir frá.

Anton synti 200 metra bringusund í dag á tímanum 2:02,61 mínútu og varð annar. Íslands- og Norðurlandamet Antons í greininni er 2:01,65.

Þá varð hann þriðji í 50 metra bringusundi er hann synti á tímanum 26,49 sekúndum en Íslandsmetið hans er 26,14. Hann skilaði 14 stigum í höfn fyrir lið sitt en Anton keppir einnig í boðsundi seinna í kvöld, 4 x 100 metra fjórsundi. Á morgun keppir hann í 100 metra bringusundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert