Blikar sprettu meira en Valsmenn

Jason Daði Svanþórsson tók ófáa sprettina.
Jason Daði Svanþórsson tók ófáa sprettina. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Leikmenn Breiðabliks tóku spretti upp í tæpa 11 kílómetra samtals í sigurleiknum á móti Val í Pepsí Max deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið en Valsmenn tóku spretti upp í tæplega 10 kílómetra. 

Þegar sprettirnir hjá Blikum í leiknum voru lagðir saman voru þeir 10,74 km en hjá Valsmönnum 9,90 km. 

Valsmenn hlupu hins vegar meira í leiknum eða samtals 115,1 km en Breiðablik 113,5 km. 

SmartSport birtir tölurnar á heimasíðu sinni en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Catapult vestin áströlsku á Íslandi. Flest lið í efstu deildum hérlendis nota vestin en í þeim er GPS kubbur sem greinir það sem leikmaðurinn gerir á vellinum. 

Jason Daði Svanþórsson hjá Breiðabliki sprettaði lengstu vegalengdina samtals í leiknum 1.625 metra en hjá Val var það Tryggvi Hrafn Haraldsson með 1.367 metra. Tryggvi lagði einnig flesta kílómetra að baki í leiknum hjá Val eða 11,92 km. Blikinn Viktor Karl Einarsson hlóp hins vegar mest allra í leiknum eða 12,57 km. 

Tryggvi Hrafn Haraldsson hljóp mest Valsmanna í leiknum.
Tryggvi Hrafn Haraldsson hljóp mest Valsmanna í leiknum. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert