Einn af 16 með hlutina í ólagi

Lögregla hafði eftirlit með skemmtistöðum í gærkvöldi.
Lögregla hafði eftirlit með skemmtistöðum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á 16 samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Voru ráðstafanir góðar á flestum stöðum og allt í samræmi við sóttvarnareglur þótt margt hafi verið um manninn í bænum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Á einum stað voru þó allt of margir gestir og ekki unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli hópa. Er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir.

Þá hafði lögregla afskipti af sex ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Tvö innbrot tilkynnt

Um klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots í Kópavogi. Þá var tilkynnt um annað innbrot í Breiðholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var handtekinn og gistir hann fangageymslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka