Grótta vann fallslaginn – FH í annað sæti

Grótta vann fallslag við Víking.
Grótta vann fallslag við Víking. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Grótta hafði betur gegn Víkingi á útivelli í Olísdeild karla í handbolta í kvöld, 26:22. Grótta er nú með fimm stig en Víkingur er án stiga, eins og HK.

Grótta fór betur af stað og komst í 6:3 en Víkingum tók að jafna í 13:13 sem voru hálfleikstölur.

Víkingur komst í 16:14 snemma í seinni hálfleik. Skömmu síðar var staðan 18:18 og þá stungu Gróttumenn af með góðum lokakafla.

Ágúst Emil Grétarsson skoraði átta mörk fyrir Gróttu og Andri Þór Helgason fimm. Hamza Kablouti skoraði sjö fyrir Víking og Jóhannes Berg Andrason gerði sex.

Þá er FH komið upp í annað sætið eftir 30:27-sigur á Fram á heimavelli. FH var með undirtökin allan fyrri hálfleikinn og var staðan í leikhléi 17:10. Fram tókst að minnka muninn í 25:23 þegar skammt var eftir en FH-ingar voru sterkari á lokakaflanum.

Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH og Breki Dagsson gerði sex fyrir Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert