Segir forsendur kjarasamninga brostnar

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, segir að forsendur kjarasamninga séu brostnar.

Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir hann að atvinnulífið ráði ekki við umsamdar launahækkanir vegna kreppunnar sem hefur fylgt kórónuveirunni.

Hann segir að innistæðulausar launahækkanir núna muni eingöngu auka atvinnuleysi og verðbólgu. Einnig segir hann það áhyggjuefni að forysta verkalýðshreyfingarinnar virðist ætla að stinga höfðinu í sandinn.  

„Þetta er ekki „grímu­laus hræðslu­á­róður auð­valdsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í til­finninga­þrunginni orð­ræðu nýrrar for­ystu ASÍ. Þetta eru ein­faldar efna­hags­legar stað­reyndir. Stað­reyndir sem viður­kenndar eru af verka­lýðs­hreyfingu á öllum Norður­löndunum nema hér. Stað­reyndir sem við höfum í­trekað sann­reynt hér á landi,“ segir Þorsteinn í greininni. 

„Verði ekki brugðist við þessari þróun með endur­skoðun samninga er ljóst að upp­sagnir fyrir­tækja verða meiri en þegar er raunin og hætt er við að verð­bólga verði að sama skapi hærri en ella.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert