26 sóttu um fjórar stöður héraðsdómara

26 einstaklingar sóttu um fjögur laus embætti héraðsdómara.
26 einstaklingar sóttu um fjögur laus embætti héraðsdómara. mbl.is/Árni Sæberg

Samtals sóttu 26 um fjórar lausar stöður héraðsdómara við þrjá héraðsdómstóla sem auglýstar voru lausar til umsóknar 25. september. Meðal umsækjenda er dómsstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða, skrifstofustjóri Landsréttar, saksóknari hjá héraðssaksóknara, fyrrverandi þingmaður og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Auglýst voru tvö embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var auglýst eitt embætti með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness og eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Samtals bárust 26 umsóknir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness, 24 umsóknir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og 9 umsóknir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, er einn umsækjenda um öll embættin sem og Karl Óttar Pétursson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðarbyggðar. Þá sækir Bergþóra Ingólfsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða, um embættin á suðvestur horninu, sem og Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, Björn Þorvaldsson saksóknari og Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögmaður, en Jóhannes var einn þeirra sem sótti upphaflega um embætti Landsréttardómara og var metinn meðal 15 hæfustu af hæfnisnefnd en var að lokum ekki skipaður.

 Umsækjendur um öll embættin:

Arnbjörg Sigurðardóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara

Brynjólfur Hjartarson, lögfræðingur

Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður

Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður

Hlynur Jónsson, lögmaður

Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður

Ólafur Helgi Árnason, lögmaður

Sigurður Jónsson, lögmaður

Karl Óttar Pétursson, lögmaður

Umsækjendur um tvö embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og eitt hjá Héraðsdómi Reykjaness:

Arnór Snæbjörnsson, settur skrifstofustjóri

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður

Ásgeir Jónsson, lögmaður

Bergþóra Ingólfsdóttir, héraðsdómari

Björn. L. Bergsson, skrifstofustjóri

Björn Þorvaldsson, saksóknari og sviðsstjóri

Eva Halldórsdóttir, lögmaður

Hulda Árnadóttir, lögmaður

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður

Margrét Einarsdóttir, prófessor

Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður

María Thejll, lögmaður

Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður

Valborg Steingrímsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri

Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður

Umsækjendur um eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness:

Jón Auðunn Jónsson, lögmaður

Jónas Jóhannsson, héraðsdómari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert