Ekkert ofbeldi í innbrotinu

Raheem Sterling í leik með Englandi gegn Bandaríkjunum á HM …
Raheem Sterling í leik með Englandi gegn Bandaríkjunum á HM í Katar. AFP/Odd Andersen

Lögregluyfirvöld í Surrey á Englandi hafa gefið út yfirlýsingu vegna innbrotsins á heimili Raheems Sterlings, leikmanns enska landsliðsins í knattspyrnu, og fjölskyldu hans.

„Rannsókn málsins er í gangi og verið er að finna út nákvæmlega hvað gerðist. Engin hótun um ofbeldi átti sér stað þar sem þjófnaðurinn uppgötvaðist eftir á. Rannsóknin heldur áfram,“ segir í yfirlýsingunni.

Sterling lék ekki með enska landsliðinu gegn Senegal í sextán liða úrslitunum á HM í Katar í gærkvöld þar sem hann flaug heim til Englands vegna innbrotsins. Ekki liggur fyrir hvort hann snýr aftur fyrir leik Englands gegn Frakklandi í átta liða úrslitunum næsta laugardagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert