„Íran ógnar heimsfriði“

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Ronen Zvulun/Pool

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran ógni heimsfriði og alþjóðasamfélagið verði að standa sameinað til að takast á við yfirgang íslamska lýðveldisins.

Íranar gerðu beina áraás á Ísrael um nýliðna helgi en þeir skutu fleiri en 300 árásardrónum og flugskeytum að Ísrael þar sem 12 særðust að sögn Ísraelshers. Þeir voru þar með að bregðast við árás Ísraelsmanna á ræðismannsskrifstofu Írans í Damaskus í Sýrlandi þann 1.apríl.

„Alþjóðasamfélagið verður að halda áfram að standa sameinað í að standast þessa árás Írans, sem ógnar heimsfriði,“ sagði Netanjahú í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlinum X.

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, sagði að árás lands sína á Ísrael jafngilti að beita rétti til lögmætra varna og sagði að það myndi ekki hika við að vernda hagsmuni sína í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert