Gylfa og félögum refsað

Gylfi Þór Sigurðsson sækir að Wilfried Zaha í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson sækir að Wilfried Zaha í kvöld. AFP

Everton þurfti að sætta sig við eitt stig er Crystal Palace kom í heimsókn á Goodison Park í ensku úrvaldsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 1:1.

Everton var mun sterkari aðilinn og skapaði sér fullt af færum en Vicente Guaita í marki Palace átti stórleik og varði ítrekað frá sóknarmönnum Everton úr góðum stöðum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom James Rodríguez Everton yfir á 56. mínútu með góðu skoti úr teignum. Rétt á undan átti Gylfi Þór Sigurðsson hættulegt skot að marki sem Guaita varði.

Þrátt fyrir að Everton hafi skapað sér fín færi eftir markið var það Palace sem skoraði á 86. mínútu. Varamaðurinn Michy Batshuayi kláraði þá framhjá Robin Olsen í marki Everton eftir sendingu frá Jeffrey Schlupp, sem einnig kom inn á sem varamaður. Reyndist það síðasta mark leiksins.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton en kom inn á fyrir meiddan André Gomes á 30. mínútu.  Everton er í áttunda sæti með 47 stig og Crystal Palace í tólfta sæti með 38 stig.

Everton 1:1 Crystal Palace opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert