Innlent

Óli Björn og Ingi­björg nýir þing­flokks­for­menn

Atli Ísleifsson skrifar
Óli Björn Kárason og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Óli Björn Kárason og Ingibjörg Ólöf Isaksen.

Óli Björn Kárason þingmaður var í gær gerður að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokknum og Ingibjörg Ólöf Isaksen var gerð að formanni þingflokks Framsóknarflokksins.

Þetta var ákveðið á fundum þingflokkanna í gær þar sem tillögur um nýja ráðherra úr röðum flokkanna var kynnt.

Óli Björn, sem er þingmaður Suðvesturkjördæmis og hefur setið á þingi frá 2016, tekur við stöðunni af Birgi Ármannssyni sem er nýr forseti Alþingis.

Þórunn Egilsdóttir, sem lést síðasta sumar, var þingflokksformaður Framsóknar á síðasta kjörtímabili. Ingibjörg Ólöf, sem er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, hefur ekki setið á þingi áður.


Tengdar fréttir

Ballið byrjaði með blæstri á Bessa­stöðum

Nýr stjórnarsáttmáli var kynntur, undirritaður og handsalaður á Kjarvalsstöðum í dag rúmum níu vikum eftir kosningar. Frá Kjarvalsstöðum lá leið á Bessastaði á fund forsetans þar sem sjö ráðherrar skiptu um ráðherrastóla. 

Byrj­a með „um­fangs­minn­i hug­mynd­ir“ um há­lend­is­þjóð­garð

„Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×