fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Subbuleg tækling Grétars Gunnarssonar leikmanns FH hefur verið í umræðu undanfarna daga. Grétar Snær tók þá Adam Ægi Pálsson leikmanns Vals og bombaði hann niður í leik liðanna á miðvikudag.

Grétar tók tæklinguna undir lok leiksins þegar staðan var 3-0 en reglur KSÍ eru á þann veg að Grétar tekur út leikbann í bikarnum á næsta ári.

Þetta er umdeild regla enda býður hún upp á brot sem þessi þegar lið er úr leik og leikbannið er ekki tekið út í deildarleik.

Eftir leik fóru menn mikinn, Aron Jóhannsson leikmaður Vals kallaði eftir margra leikja banni en Heimir Guðjónsson þjálfari FH sagði að þetta hefði verið gult spjald í fyrra.

Málið var rætt á RÚV í bikarþætti í gær. „Ég held að báðir hafi rangt fyrir sér, hvorki margra leikja bann eða gult í fyrra. Ég hef séð þær verri, Aron og Heimir fara fram úr sér,“ sagði FH-ingurinn, Hörður Magnússon.

Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins var á örðu máli. „Það er lukka fyrir Adam Ægi að stand ekki í báðar lappirnar, klárt rautt spjald,“ sagði Jói.

Gunnar Birgisson, fyrrum starfsmaður Landans á Rúv segir regluna um að rautt spjald fylgi ekki með í deildina vera hættulega. „Þú tekur ekki bannið með þér, yfir í deildina. Þarna er ekkert sem FH-ingar eru að kepap um, 3-0 og ekkert undir. Háskaleikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?
433Sport
Í gær

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Í gær

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi