Innlent

Þrjá­tíu starfs­menn Lækningar tíma­bundið til Land­spítala

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið álag hefur verið á starfsfólk Landspítalans síðustu misserin.
Mikið álag hefur verið á starfsfólk Landspítalans síðustu misserin. Vísir/Vilhelm

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Lækningu í Lágmúla um að styrkja tímabundið mönnun á Landspítala vegna Covid-19. Samningurinn kveður á um allt að þrjátíu manna liðsauka.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Sjúkratryggingum en þetta er þriðji samningurinn sem gerður hefur verið í þessu skyni, en áður höfðu Sjúkratryggingar samið við Klíníkina og Orkuhúsið. 

„Samtals fela samningarnir í sér möguleika á auknum liðsstyrk 10 svæfingarlækna, 18 hjúkrunarfræðinga á sviði almennrar hjúkrunar og skurðstofu- og gjörgæsluhjúkrunar og 2 sjúkraliða á tímabilinu 10. - 28. janúar,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×