Matvælaframleiðandinn Síld og fiskur ehf., sem aðallega framleiðir mat úr svínakjöti og öðrum kjötvörum, tapaði 45,6 milljónum króna á síðasta rekstrarári og varð ríflega 75 milljóna króna neikvæð sveifla á afkomunni. EBIDTA var neikvæð um 55 milljónir króna en hafði verið jákvæð um tæpar 39 milljónir árið áður.

Tekjur námu 2,7 milljörðum, jukust um 134 milljónir, en gjöld rúmum 2,7 milljörðum og jukust um 237 milljónir. Eignir drógust saman um 146 milljónir, námu 879 milljónum. Skuldir drógust að sama skapi saman um 100 milljónir og voru rúmar 297 milljónir í árslok.

Eigið fé félagsins nam 581 milljón og lækkaði um 46 milljónir sökum lækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Veltufjármunir námu 597 milljónum í árslok 2019 en handbært fé var 2,8 milljónir. Veltufjárhlutfall var 2,3 og eiginfjárhlutfall 66,1%. Framkvæmdastjóri er Sveinn Vilberg Jónsson.